Skip to content

Nemendaverndarráð

Við Dalskóla starfar nemendaverndarráð samkvæmt 39. gr. laga nr. 66 frá 1995 og reglugerð nr. 38. frá 1996. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur hvað varðar sérfræðiþjónustu. Í ráðinu sitja skólastjórnendur, sálfræðingur, námsráðgjafi, sérkennarar og hjúkrunarfræðingur. Ráðið fundar tvisvar í mánuði og aðstoðar skólastjórnendur við framkvæmd áætlana um séraðstoð við nemendur. Nemendaverndarráð fjallar um mál einstakra nemenda eða hópa og er farið með allar upplýsingar samkvæmt reglum um meðferð trúnaðargagna.