Skip to content

Sérkennslustefna

Sérkennsla felur í sér breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við almennt skipulag námshópa á sama aldri. Stefnt er að því að þessi sveigjanlegu sérúrræði fari að mestu leyti fram í smærri hópum.

Þegar upp kemur vandi hjá einstökum nemendum/börnum eða námshópum er lögð áhersla á að vandinn sé rétt skilgreindur og úrræði valin í samræmi við niðurstöður greiningar.

Hjá börnum á leikskólaaldri sem þurfa sérúrræði eða stuðning er unnið með einstaklingsmiðaða þjálfun. Þegar börn með þroskafrávik fá greiningu hjá sérfræðing kemur í flestum tilvikum inn fjármagn þannig að ráðin er þjálfari/ stuðningur fyrir barnið í ákveðinn tíma.  Mjög misjafnt er hvernig unnið er með hvert barn og fer það alveg eftir frávikum hvers barns.  Börnin fá ýmist þjálfun inni í sérhönnuðu herbergi með þjálfara og/ eða inni í hinum ýmsu stundum dagsskipulagsins og fer það alveg eftir þörfum hvers barns. Börnin fá ýmist þjálfun inni æi sæerhönnuðu herbergi með þjálfara og/ eða inni í hinum ýmsu stundum dagsskipulagsins og fer það alveg eftir þörfum hvers barns.

Á yngsta grunnskólastigi, 1. – 4. bekk, er lögð áhersla á fyrirbyggjandi starf með markvissri mál- og hreyfiþjálfun sem fram fer í samstarfi umsjónarkennara, íþróttakennara, tónmenntakennara, frístundastarfsmanna og leikskólakennara. Unnið er markvisst að því að finna og vinna með þau börn sem eru í áhættuhópi vegna lestrarerfiðleika og viðvarandi hegðunarerfiðleika. Það er gert með skimunum, snemmtækri íhlutun og samvinnu og samræðu við foreldra. Ef málefni nemenda eru rædd á nemendaverndarráðsfundi er foreldrum tilkynnt sú ráðstöfun fyrirfram og óskað samþykkis þeirra.

Á miðstigi, er m.a. unnið markvisst með námstækni og að kenna góða námssiði í námi. Unnið er með veika þætti nemandans í gegnum styrkleika hans. Nemendur með almenna sértæka námsörðugleika svo sem í lestri, íslensku og stærðfræði, vegna hegðunarörðugleika, röskunar á hreyfifærni og vegna mál og talörðugleika er mætt í gegn um styrkleika sína og samvinnunám í smærri hópum.

Á unglingastigi er námið einstaklingsmiðað fyrir alla nemendur. Það er þau vinna öll eftir markmiðum en fara mismunandi námsleiðir. Sérkennsla er í takti við þörf og úrræði.